Portada del podcast

Ein Pæling

  • #327 Tryggvi Hjaltason - Staða drengja er slæm

    7 JUL. 2024 · Þórarinn ræðir við Tryggva Hjaltason um stöðu drengja innan skólakerfisins. Nýlega skrifaði Tryggvi skýrslu um stöðuna sem hann segir vera mjög slæma. Rætt er um kerfið í heild, aðkomu foreldra í því að bæta stöðuna, hvað muni koma til með að eiga sér stað ef ekkert er að gert og margt fleira. Til að styðja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 1h 4m 4s
  • #326 Brynjar Níelsson - Hættur ef að xD krefst prófkjörs

    30 JUN. 2024 · Brynjar Níelsson er nýjasti gestur Þórarins. Í þættinum er rætt um stjórnmálin, nýju Samfylkinguna, útlendinguamál og fjölmenningu, þróunina í Evrópu og þá flokka sem hafa verið kallaðir öfgahægrihóparnir, hvort að Brynjar hyggst bjóða sig fram á lista fyrir næstu Alþingiskosningar og margt fleira. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 19m 47s
  • #325 Guðrún Hafsteinsdóttir - Útlendingamál: Lokuð búsetuúrræði, fingrafaraskannar og fækkun umsókna

    27 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Guðrúnu Hafsteinsdóttur um stöðu útlendinga- og lögreglumála. Meginþorri hlaðvarpsins fer í að ræða hluti sem snúa að útlendingamálum og fjallað er um lokuð búsetuúrræði, pólitíkina, landamærin, menningu og gildi, erlenda þróun og það sem að Guðrún kallar séríslensk lög. Einnig er fjallað um skólamál, velferðarkerfið, stjórnmálin á Íslandi og fleira. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 22m 1s
  • #324 Frosti Logason - Umbrotatímar vegna hægri sveiflu í Evrópu

    24 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Frosta Logason, útvarps- og hlaðvarpsstjórnanda veitunnar Brotkast. Í þættinum er rætt um hið nýja hægri í Evrópu, stjórnmálin á Íslandi, #MeToo, Vestræn gildi og viðmið, trúleysi og Kristna trú og margt fleira. Hlaðvarpið í heild má finna á pardus.is/einpaeling
    Escuchado 24m 10s
  • #323 Margrét Valdimarsdóttir - Eru tengsl milli fjölda innflytjenda og glæpatíðni?

    21 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, afbrotafræðing og dósent við Háskóla Íslands um nýja skýrslu Margrétar um tengsl ungra innflytjenda við samfélagið. Sérstök áhersla er lögð á glæpatíðni á Norðurlöndunum og rætt hvort að rekja megi fjölgunina til aukins fjölda innflytjenda. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 20m 22s
  • #322 Guðmundur Skúli - Óafskipt lesblinda veldur stríði í kennslustofunni

    18 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Guðmund Skúla Johnsen, formann lesblindrafélagsins. Guðmundur telur að mikið af þeim samfélagsmálum sem eigi sér stað megi með beinum eða óbeinum hætti rekja að miklu leiti til lesblindu. Stjórnvöld geri ekki nægilega mikið til þess að koma til móts við fólk með lesblindu, ungt fólk, og sérstaklega strákar, verði því fyrir mismunun sem brýst út í óæskilegri hegðun. Þeir einstaklingar sem að eru ekki greindir með lesblindu séu einnig í mun meiri áhættuhóp til þess að fara út af sporinu og færir Guðmundur Skúli rök fyrir sínu máli með því að benda á að 80% fanga í Finnlandi séu lesblindir. Til að styrkja þetta framlag má fara inn á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 1h 3m 29s
  • #321 Stefán Baxter - Gervigreind mun valda meiri breytingu en uppgötvun rafmagnsins

    15 JUN. 2024 · Stefán Baxter er frumkvöðull sem að hefur komið af fjölmörgum verkefnum sem varða tæknigeirann og starfar í dag sem framkvæmdarstjóri snjallgagna. Hann er viss um að gervigreindin muni koma til með að umbylta okkar hugmyndum um störf og að eftir tíu ár verði hlutirnir orðnir allt öðruvísi.  - Hvernig verður þín persónulega gervigreind? - Verða tölvunarfræðingar ónothæfir? - Hvaða störf munu hverfa? - Hvernig mun upplýsingaöflun breytast? Þessum spurningum er svarað hér. Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 20m 17s
  • #320 Jakob Birgisson - Bakslag í gríninu og grínið í bakslaginu

    9 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Jakob Birgisson um ýmis mál sem snýr að gríni og bransanum í kringum uppistandið. Fjallað er um hvort að grínistar eigi að skipta sér að stjórnmálum, forvirka meðvirkni, hvort að spuni sé skemmtilegur, veitt er hjónabandsráðgjöf, rætt um föðurlaus börn, þróun framtíðarinnar, heimsmálin og íslensk stjórnmál. Til þess að fá fullan aðgang að þessu hlaðvarpi má fara á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 28m 26s
  • #319 Brynjar Karl - Breiðholtið, þjálfun, vandamál og lausnir

    7 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Brynjar Karl, körfuboltaþjálfara og frumkvöðul. Brynjar hefur reynslu af því að starfa í Efra Breiðholti og í þættinum lýsir hann reynslu sinni af því að starfa þar, hvernig eigi að takast á við félagsleg vandamál, þjálfun, markmið, hvað það þýðir að vera sterkur einstaklingur, framtíðina og margt fleira. Til að styrkja þetta framlag má fara á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 1h 55m 42s
  • #318 Albert Jónsson - Loftslagsmálin verða ekki leyst af alþjóðakerfinu

    4 JUN. 2024 · Þórarinn ræðir við Albert Jónsson um alþjóðakerfið, áhrif þess og praktískt eðli er varðar stríðið á Gaza, loftslagsmálin, stríðið í Úkraínu, alþjóðasáttmála og margt fleira. - Getur alþjóðakerfið leyst loftslagsvána? - Hvaða áhrif hefur stríðið á Gaza á alþjóðakerfið? - Hvað mun gerast í Úkraínu? - Er Ísland á villigötum í loftslagsaðgerðum? Hlaðvarpið í heild má finna á www.pardus.is/einpaeling
    Escuchado 19m 46s
Hlaðvarp
Contactos
Información
Autor Thorarinn Hjartarson
Categorías Cultura y sociedad
Página web -
Email -

Parece que no tienes ningún episodio activo

Echa un ojo al catálogo de Spreaker para descubrir nuevos contenidos.

Actual

Portada del podcast

Parece que no tienes ningún episodio en cola

Echa un ojo al catálogo de Spreaker para descubrir nuevos contenidos.

Siguiente

Portada del episodio Portada del episodio

Cuánto silencio hay aquí...

¡Es hora de descubrir nuevos episodios!

Descubre
Tu librería
Busca