Portada del podcast

Lesgleraugun | Borgarbókasafnið

  • Fræðakaffi | Að vera biskupsfrú (Hildur Hákonardóttir)

    7 FEB. 2022 · Upptaka frá Fræðakaffi í Spönginni, maí 2021. Hildur Hákonardóttir listakona og rithöfundur segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna, en árið 2020 kom út bók hennar "Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú?" hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Bókin kom út í framhaldi af rannsóknum Hildar á níu biskupsfrúm í Skálholti á árunum 1510-1623. Fáar beinar heimildir eru til um þær sjálfar, en Hildur hefur kafað ofan í texta sem varðveist hafa m.a. um eiginmenn þeirra, feður og syni og fundið þaðr ýmsan fróðleik. Saga kvennanna er dregin fram „úr myrkviði horfinna alda, enda er oftlega fjallað um konur fortíðar nánast eins og um væri að ræða vel þekkta, meinlausa dýrategund sem deilir landinu með körlum.“ (H.H.)
    Escuchado 43m 56s
  • Sviðsetning sannleikans | Sögustund / Opinn hljóðnemi

    6 MAY. 2021 · Lokakvöld námskeiðsins Sviðsetning sannleikans sem haldið var á vegum Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Þátttakendur flytja sögur á sviði, sögur sem byggja á sannleikanum. Flytjendur: Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils, Sigurður Arent, Bjargey Ólafsdóttir, Jóhannes Árnason, Eyþór Gylfason. Umsjónarmaður og kynnir: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
    Escuchado 38m 53s
  • Bergþóra og Bragi Páll | Húslestur - seinni hluti

    13 ABR. 2021 · Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson héldu húslestur í Gerðubergi 20. janúar 2021. Þar lásu þau upp úr eigin textum og annarra sem hafa veitt þeim innblástur í gegnum ferilinn. Þetta er seinni hluti þáttarins, en hér beina þau sjónum að nýjustu bókum sínum sem komu út á árunum 2017-2019 og textum sem veittu þeim innblástur þá. Bækurnar eru Flórída, Austur og Svínshöfuð.
    Escuchado 28m 2s
  • Bergþóra og Bragi Páll | Húslestur - fyrri hluti

    13 ABR. 2021 · Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson héldu húslestur í Gerðubergi 20. janúar 2021. Þar lásu þau upp úr eigin textum og annarra sem hafa veitt þeim innblástur í gegnum ferilinn. Þetta er fyrri hluti þáttarins, en hér fjalla þau um texta sem þau lásu á námsárum sínum og fyrstu bækur sínar.
    Escuchado 30m 17s
  • Sannar sögur og skáldaður sannleikur | Auður Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson

    18 MAR. 2021 · Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson ræða við Einar Kára Jóhannsson, bókmenntafræðing og útgefanda, um ævisagnaritun, skáldsögur, sannleika, Halldór Laxness, Rousseau, Proust, falsfréttir og ýmislegt fleira. Upptaka í Borgarbókasafninu í Grófinni í desember 2020. Umsjónarmaður hlaðvarps: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.
    Escuchado 36m 1s

Í Lesgleraugunum verður varpað út upptökum af bókmenntaviðburðum safnsins, sem klipptar eru og skornar sérstaklega fyrir hlaðvarpið. Spennandi umræður um lestur, persónur, sjónarhorn, ævisögur, sannleika og skáldskap - allt sem...

mostra más
Í Lesgleraugunum verður varpað út upptökum af bókmenntaviðburðum safnsins, sem klipptar eru og skornar sérstaklega fyrir hlaðvarpið.
Spennandi umræður um lestur, persónur, sjónarhorn, ævisögur, sannleika og skáldskap - allt sem tengist bókmenntum - með mismunandi lesgleraugum í hvert sinn!
mostra menos
Contactos
Información

Parece que no tienes ningún episodio activo

Echa un ojo al catálogo de Spreaker para descubrir nuevos contenidos.

Actual

Portada del podcast

Parece que no tienes ningún episodio en cola

Echa un ojo al catálogo de Spreaker para descubrir nuevos contenidos.

Siguiente

Portada del episodio Portada del episodio

Cuánto silencio hay aquí...

¡Es hora de descubrir nuevos episodios!

Descubre
Tu librería
Busca